Samningamenn Íslands

Ég hreinlega trúi því ekki að fólk ætli ekki að mæta niður á Austurvöll og mótmæla þessum samningi varðandi icesave. Þarna vill ég sjá tugþúsundir manna, þannig að stjórnmálamennirnir verði fyrir alvöru hræddir og þori ekki öðru en að fella þetta  einhliða "samkomulag".

Það var skelfilegt að Horfa á Steingrím áðan í kastljósinu fara undan í flæmingi og reyna að vera þennan arfavitlausa gjörning. Hugsið ykkur viðsnúningin á einum manni. Frá bankahruni og þangað til hann var ráðherra þá galað hann útum allar koppagrundir að við skildum ekki láta kúga okkur og talaði um aumingjaskap þáverandi ráðamanna. Umpólunin hefur verið algjör og ég trúi því ekki að óreyndu að fjölmiðlar landsins láti hann komast upp með þetta kjaftæði, þeir hafa verið duglegir við að elta menn fyrir minni sakir. Það væri verðugt viðfansefni fyir fréttamenn að kafa ofaní allt það sem þessi maður lét flakka frá bankahrunni og fram að þeim degi sem hann varð ráðherra og bera það svo saman við orð hans og gjörðir eftir það. Hér er eitt lítið dæmi sem mig langar til að nefna. Steingrímur var mjög duglegur við að gagnrýna spillingu hjá hinu opinbera t.d. varðandi mannaráðningar. En viti menn hvað gerir hann sjálfur? Jú hann ræður uppgjafa pólitíkus (fyrrverandi samflokksmann að sjálfsögðu) sem fékk sendiherrabitling fyrir að hætta á þingi til þess að semja um eitt mikilvægasta mál íslendinga á seinni tímum. Ég myndi vilja skora á Steingrím að svara mér því kynnroðalaust hvort að HÆFASTI einstaklingurinn hafi verið valinn í starfið að þessu sinni.

Svo er annað sem mér svíður, það er þessi undirlægjuháttur gagnvart útlendingum sem virðist viðgangast hjá mörgum þingmönnum, þó sérstaklega núverandi stjórnarþingmönnum. Eru menn búnir að gleyma þegar við fórum hvað eftir annað í stríð við breta útaf landhelginni okkar, eða sjálfstæðisbaráttunni gegn dönum? Þar voru amk á ferðinni menn sem þorðu og báru hag lands okkar fyrir brjósti. Ég er líka næstum viss um að það fólk var töluvert betur að sér í almannatengslum heldur en liðið sem hefur sogað sig fast við ríkisspenan nú og hefur ekki áhyggjur af neinu nema sjálfu sér, því eins og Sigmundur Davíð benti á áðan þá hefur ekkert verið gert í því að kynna málstað Íslands erlendis, heldur eingöngu vælt um hvað allir eru vondir við okkur.

Ég var á frábæru fótboltamóti um helgina á laugarvatni þar sem ég var að stjórna verðandi 8 og 9 ára stórstjörnum úr Fjölni úr Grafarvogi, ég ætla að fullyrða það hér og nú að allir þeir strákar höfðu meiri kjark og dug heldur en núverandi ríkisstjörn hefur.

Skammist þið ykkar.

 


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband