Icesavestjórnin sér um sína

Það er auðvitað til skammar að ríkið skuli vera í sementsinnflutningi á þessum tímum. En að sjálfsögðu er þetta ekkert sem kemur á óvart þegar þessi stjórnarómynd á í hlut, því hrokinn og fyrirlitningin sem þau hafa sýnt almenningi í þessu landi er gengdarlaus. Árni Páll félgasmálaráðherra ætlar kanski að halda þvi fram áfram að það sé fíflunum í sementsverksmiðjunni sjálfum að kenna þegar þau missa allt sem þau eiga því þau ösnuðust kanski til þess að taka bílalán uppá 3 miljónir en gleymdu að taka það með í reikninginn að auðvitað væri það eðlilegt í lýðræðisríki á vesturlöndum að lánin gætu TVÖFALDAST yfir nótt og starfshlutfall gæti minkað um helming.... Hahaha nei svona fólki er ekki viðbjargandi og auðvitað eru það þjóðþrif að losna við svona lið úr landi eftir að það hafi misst allt sitt. Kanski þetta fólk gæti fengið vinnu við að framleiða sement í Danmörku....

Hvar er Iðnaðarráðherran? hmm hvað heitir hún aftur?? Katrín eitthvað er það ekki, það hefur ekki heyrst orð í þeirri manneskju síðan hún varð ráðherra, svo er annað hvað gerði hún til þess að verðskulda þetta ráðuneyti? Er hún smiður, pípari, eða kanski iðnverkfræðingur? Það var fullt af fólki sem gagnrýndi það að hafa dýralækni sem fjármálaráðherra, en ég spyr er þetta eitthvað skárra?

Víst að (ó)stjórnin gat skrifað undir icesave samninginn, hækkað bensín, brennivín og tóbak í skjóli nætur þannig að öll lán þessara vitleysinga sem voru svo heimsk að vera búin að koma sér í skuldir á annað borð hækkuðu á augabragði enn meira, þá skil ég ekki afhverju það er ekki hægt að bregðast við með einu pennastriki og hætta að flytja inn sement frá Danmörku og spara gjaldeyri. Enda er það kanski ekki fyrir vitleysing eins og mig að skilja, en kanski gætu flugfreyjan og jarðfræðingurinn sem (ó)stjórna þessu landi skýrt þetta út fyrir mér.

Það hefur nákvæmlega ekkert verið gert til þess að hjálpa íbúum þessa lands og væntanlega er enginn vilji til þess heldur. Það eina sem kemst að er undirlægjuháttur gagnvart Evrópu þannig að enginn blettur falli á aðildarumsókn samspillingarinnar.

Það hlítur að koma að því einn daginn að íbúar þessa lands fái nóg, fari út og mótmæli þannig að þessir ráðamenn skilji það og komi sér í burtu. Össur, flugfreyjan, jarðfræðingurinn, Katrín og Árn Páll væru best geymd hjá Aaalborg portland að framleiða sement fyrir evrópusambandið,, ekki fyrir ÍSLENDINGA


mbl.is Sementsverksmiðjan berst fyrir lífi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rosalega er ég sammála þér í þessari færslu. Þetta er auðvitað til skammar.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Björn Júlíus Grímsson

Hverju orði sannara

Björn Júlíus Grímsson, 26.8.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband