Uppreisn, verði kröfur samþykktar [október 2008]:
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233100/
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, stjórnarandstæðingur:
Steingrímur segir að ef það sé rétt að þetta tvennt hangi saman sé það hrein fjárkúgun [október 2008]:
Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segist hafa heyrt þann orðróm að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hafi sett sem skilyrði að mál vegna Icesave reikninga Landsbankans yrðu gerð upp að fullu við Breta og Hollendinga.
Steingrímur segir að ef það sé rétt að þetta tvennt hangi saman sé það hrein fjárkúgun. Ekki liggi fyrir að okkur sé lagalega skylt að gera það og þetta bendi til þess að verstu martraðir séu að rætast varðandi aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/22/likir_bretalani_vid_fjarkugun/
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, stjórnarandstæðingur, janúar 2009:
"Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjarbankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.
Eins og undirritaður lýsti yfir við atkvæðagreiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar viðskuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn."
Skv.: http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628
Ég verð að taka undir með frábærum bloggara, Elle, um Icesave-mál:
Gagnrýni á forystu VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 16.1.2010 | 00:45 (breytt kl. 00:45) | Facebook
Athugasemdir
Ég hlýt að taka til varna fyrir Steingrím
í um 18 ár sat hann í stjórnarandstöðu (fyrst í Alþýðubandalaginu svo í VG)og talaði og talaði - hugsunarlaust og án þess að draga andann
svo er vonsku örlaganna að þakka/kenna að hann lendir í stjórnarmeirihluta og í RÁÐHERRASTÓL.
Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að hann muni allan þvættinginn sem hann lét útúr sér á þessum langa tíma úti í kuldanum??
hann man varla hvað hann sagði í gær - látið manninn í friði - VG er eins og Nýju fötin keisarans - bara tal - ekkert efni og þannig er það búið að vera frá stofnun samtakanna fyrir 11 árum -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.1.2010 kl. 06:28
Steingrímur er langbestur!!!
Árni Björn Guðjónsson, 16.1.2010 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.