Það er í raun ekkert skrítið að það skuli vera svona mikill samdráttur í sölu á áfengi eins og kemur fram í þessari frétt. Ég tel að vísu að drykkja hafi ekkert minnkað heldur hafi smygl stóraukist. Enda er það líka mjög eðlilegt í ljósi þeirra álagna sem gæfulaus, illa hugsandi stjórnvöld hafa lagt á okkur landsmenn undanfarið. Menn voru löngu hættir að nenna að standa í áfengissmygli þar sem markaðurinn var enginn en núna er það allt breytt. Með eðlilegri skynsemi hefði skattmann nú getað sagt sér það sjálfur.
Annars er það táknrænt fyrir þessa frétt að myndin sem fylgir henni er af vínbúðinni sem einusinni var í Spönginni í Grafarvorgi en hefur nú verið lokað (kanski vegna samdráttar) en í stað hennar er komin ein glæsilegasta ísbúð landsins í þetta pláss, en það er Ísfólkið rekur þá búð. :)
7,8% samdráttur í áfengissölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 5.5.2010 | 14:58 (breytt kl. 14:59) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.