Færsluflokkur: Bloggar
Það er auðvitað til skammar að ríkið skuli vera í sementsinnflutningi á þessum tímum. En að sjálfsögðu er þetta ekkert sem kemur á óvart þegar þessi stjórnarómynd á í hlut, því hrokinn og fyrirlitningin sem þau hafa sýnt almenningi í þessu landi er gengdarlaus. Árni Páll félgasmálaráðherra ætlar kanski að halda þvi fram áfram að það sé fíflunum í sementsverksmiðjunni sjálfum að kenna þegar þau missa allt sem þau eiga því þau ösnuðust kanski til þess að taka bílalán uppá 3 miljónir en gleymdu að taka það með í reikninginn að auðvitað væri það eðlilegt í lýðræðisríki á vesturlöndum að lánin gætu TVÖFALDAST yfir nótt og starfshlutfall gæti minkað um helming.... Hahaha nei svona fólki er ekki viðbjargandi og auðvitað eru það þjóðþrif að losna við svona lið úr landi eftir að það hafi misst allt sitt. Kanski þetta fólk gæti fengið vinnu við að framleiða sement í Danmörku....
Hvar er Iðnaðarráðherran? hmm hvað heitir hún aftur?? Katrín eitthvað er það ekki, það hefur ekki heyrst orð í þeirri manneskju síðan hún varð ráðherra, svo er annað hvað gerði hún til þess að verðskulda þetta ráðuneyti? Er hún smiður, pípari, eða kanski iðnverkfræðingur? Það var fullt af fólki sem gagnrýndi það að hafa dýralækni sem fjármálaráðherra, en ég spyr er þetta eitthvað skárra?
Víst að (ó)stjórnin gat skrifað undir icesave samninginn, hækkað bensín, brennivín og tóbak í skjóli nætur þannig að öll lán þessara vitleysinga sem voru svo heimsk að vera búin að koma sér í skuldir á annað borð hækkuðu á augabragði enn meira, þá skil ég ekki afhverju það er ekki hægt að bregðast við með einu pennastriki og hætta að flytja inn sement frá Danmörku og spara gjaldeyri. Enda er það kanski ekki fyrir vitleysing eins og mig að skilja, en kanski gætu flugfreyjan og jarðfræðingurinn sem (ó)stjórna þessu landi skýrt þetta út fyrir mér.
Það hefur nákvæmlega ekkert verið gert til þess að hjálpa íbúum þessa lands og væntanlega er enginn vilji til þess heldur. Það eina sem kemst að er undirlægjuháttur gagnvart Evrópu þannig að enginn blettur falli á aðildarumsókn samspillingarinnar.
Það hlítur að koma að því einn daginn að íbúar þessa lands fái nóg, fari út og mótmæli þannig að þessir ráðamenn skilji það og komi sér í burtu. Össur, flugfreyjan, jarðfræðingurinn, Katrín og Árn Páll væru best geymd hjá Aaalborg portland að framleiða sement fyrir evrópusambandið,, ekki fyrir ÍSLENDINGA
Sementsverksmiðjan berst fyrir lífi sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.8.2009 | 12:01 (breytt kl. 12:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég ægtla að byrja á því að segja að ég hef fullan skilning á þessum bréfum lögreglumansinns.
En ég er aðeins að spá í forgangsröðunina,, á venjulegum degi á leiðinni frá Mosfellsbæ inní Kópavog ,um hafnafjarðarveg milli kl.8 og kl.9. 6-7 mótorhjól og ca 3 lögreglubílar. Það væri fróðlegt að fá bréfritara að upplýsa okkur um ástæðu þess að megnið af flotanum sé notað í radarmælingar frekar en "alvöru"mál.
En svo er annað sem ég vill taka fram. Ég hef þurft að nota þjónustu lögreglunar í Grafarvogi og hún var til fyrirmyndar.
Lögregla komst ekki í útköll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.7.2009 | 00:44 (breytt kl. 01:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er að skrifa þennan póst í 3. skipti og honum er alltaf eitt út af blogginu,,,,,ég má semsagt ekki gagnrýna katrínu menntamálaráðherra.
en í stuttum orðum þá er eina ástæðan sú að fjölga gjaldögunum uppí þrjá sú að rukka fólk 3x um 17500.- semsagt 52500 á ári........ MUNIÐI ÞESSA TÖLU.
svona skattheimtu fattar fólk ekki.
man virkilega engin eftir því þegar símreikningurinn kom heim á þriggja mánaða fresti.
í Þessu samhengi skipta laun útvarpstjóra engu máli
Gjalddagar útvarpsgjalds þrír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.6.2009 | 02:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hreinlega trúi því ekki að fólk ætli ekki að mæta niður á Austurvöll og mótmæla þessum samningi varðandi icesave. Þarna vill ég sjá tugþúsundir manna, þannig að stjórnmálamennirnir verði fyrir alvöru hræddir og þori ekki öðru en að fella þetta einhliða "samkomulag".
Það var skelfilegt að Horfa á Steingrím áðan í kastljósinu fara undan í flæmingi og reyna að vera þennan arfavitlausa gjörning. Hugsið ykkur viðsnúningin á einum manni. Frá bankahruni og þangað til hann var ráðherra þá galað hann útum allar koppagrundir að við skildum ekki láta kúga okkur og talaði um aumingjaskap þáverandi ráðamanna. Umpólunin hefur verið algjör og ég trúi því ekki að óreyndu að fjölmiðlar landsins láti hann komast upp með þetta kjaftæði, þeir hafa verið duglegir við að elta menn fyrir minni sakir. Það væri verðugt viðfansefni fyir fréttamenn að kafa ofaní allt það sem þessi maður lét flakka frá bankahrunni og fram að þeim degi sem hann varð ráðherra og bera það svo saman við orð hans og gjörðir eftir það. Hér er eitt lítið dæmi sem mig langar til að nefna. Steingrímur var mjög duglegur við að gagnrýna spillingu hjá hinu opinbera t.d. varðandi mannaráðningar. En viti menn hvað gerir hann sjálfur? Jú hann ræður uppgjafa pólitíkus (fyrrverandi samflokksmann að sjálfsögðu) sem fékk sendiherrabitling fyrir að hætta á þingi til þess að semja um eitt mikilvægasta mál íslendinga á seinni tímum. Ég myndi vilja skora á Steingrím að svara mér því kynnroðalaust hvort að HÆFASTI einstaklingurinn hafi verið valinn í starfið að þessu sinni.
Svo er annað sem mér svíður, það er þessi undirlægjuháttur gagnvart útlendingum sem virðist viðgangast hjá mörgum þingmönnum, þó sérstaklega núverandi stjórnarþingmönnum. Eru menn búnir að gleyma þegar við fórum hvað eftir annað í stríð við breta útaf landhelginni okkar, eða sjálfstæðisbaráttunni gegn dönum? Þar voru amk á ferðinni menn sem þorðu og báru hag lands okkar fyrir brjósti. Ég er líka næstum viss um að það fólk var töluvert betur að sér í almannatengslum heldur en liðið sem hefur sogað sig fast við ríkisspenan nú og hefur ekki áhyggjur af neinu nema sjálfu sér, því eins og Sigmundur Davíð benti á áðan þá hefur ekkert verið gert í því að kynna málstað Íslands erlendis, heldur eingöngu vælt um hvað allir eru vondir við okkur.
Ég var á frábæru fótboltamóti um helgina á laugarvatni þar sem ég var að stjórna verðandi 8 og 9 ára stórstjörnum úr Fjölni úr Grafarvogi, ég ætla að fullyrða það hér og nú að allir þeir strákar höfðu meiri kjark og dug heldur en núverandi ríkisstjörn hefur.
Skammist þið ykkar.
Blekkingar, heimska og hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.6.2009 | 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)